Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3870 svör fundust

Hvað þýðir bæjarnafnið Krakavellir?

Spurningunni fylgdi sú skýring að Krakavellir eru í Fljótum. Forliðurinn í Krakavellir er ef til vill sögnin að kraka. Merking sagnarinnar samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er að „ná til botns“ eða „ná einhverju upp frá botni“. Niður af bænum Krakavöllum í Fljótum heitir Nátthagi niður við Flókadalsá. Í örnefn...

Nánar

Hvers vegna fáum við náladofa?

Allir kannast við þau óþægindi sem verða ef maður rekur olnbogann í eitthvað og fær högg á „vitlausa beinið“ sem er ekki bein heldur taug sem liggur niður í handlegg og hönd. Við slíkt högg er oft eins og rafstraum leiði niður í höndina og á eftir fylgir oft dofi eða náladofi. Við fáum einnig náladofa við þrýsting...

Nánar

Hvaðan kemur rekaviðurinn sem finnst við strendur Íslands?

Rekaviðurinn sem berst til Íslands kemur frá skógum Síberíu. Þar er stundað skógarhögg og timbrinu er fleytt niður stórfljótin Ob, Jenisej, Katöngu og Lenu í sögunarmyllur. Rekaviður á Ströndum. Suma drumbana rekur á haf út þar sem norðaustlægir hafstraumar bera þá að íshellu norðurpólsins. Þar fara drumbarnir...

Nánar

Hvað er fyrir neðan allar hellur?

Nafnorðið hella merkir 'flatur steinn'. Það er einnig til í öðrum Norðurlandamálum, t.d. færeysku hella, nýnorsku helle, sænskum mállýskum hälla, fornsænsku hælla og forndönsku hælde. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók (1989:318) höfðu sum orðin einnig merkinguna '(slétt) klöpp, berggrunn' og jafnvel 'neðansjávars...

Nánar

Er rétt að tala um 'góð eða léleg gæði'?

Til að byrja með er ágætt að hafa í huga að gera verður greinarmun á því í hvaða samhengi orðið gæði er notað. Til dæmis er unnt að tala um gæði í samhengi gæsku eða góðmennsku og þá mætti segja að einhver sé gæðasál. Aftur á móti vísar spyrjandi hér til gæða í merkingunni eiginleiki (e. quality). Betur fer að ...

Nánar

Hvað éta hrossagaukar?

Hrossagaukurinn (Gallinago gallinago) finnst víða um heim. Varpstöðvar hans eru á tempruðum svæðum Evrasíu og Norður-Ameríku en á veturna halda fuglarnir til suðurhluta Evrópu, Asíu, Suður-Ameríku og Afríku. Hrossagaukurinn vegur um 115-130 grömm og er um 27 sentímetrar á lengd með rúmlega 6 sentímetra langan...

Nánar

Eyðist plast í sjónum eða mun það verða þar um alla eilífð?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Þegar plast brotnar niður í náttúrunni, þá er talað um að það brotni í sífellt smærri einingar án þess að plastið raunverulega eyðist, sem aftur þýðir að einhvers staðar stöðvast niðurbrotið. Hvað eru einingarnar orðnar smáar þegar niðurbrotið stöðvast? Er þá raunverulega um það a...

Nánar

Hver er munurinn á krafti og orku?

Kraftur er það þegar einn hlutur verkar á annan og leitast við að breyta hreyfingu hans, ýta honum úr stað ef hann er kyrrstæður eða breyta hraða hans ef hann er á ferð. Kraftur getur framkvæmt vinnu sem kallað er. Það gerist ef átakspunktur kraftsins færist til. Í einföldum dæmum er vinnan einfaldlega krafturi...

Nánar

Hvort er réttara að segja "margt fólk" eða "mikið fólk"?

Það telst betra mál að nota lýsingarorðið margur um það sem hægt er að telja. Sem dæmi mætti nefna: Það voru margir krakkar á leikvellinum fremur en Það var mikið af krökkum á leikvellinum, Margir bílar voru á stæðinu fremur en Mikið af bílum var á stæðinu. Á sama hátt telja margir betra mál að segja: Það var marg...

Nánar

Hver er munurinn á því að taka 25 ára lán og 40 ára lán?

Munurinn liggur að hluta til í augum uppi, það er lengri tíma tekur að greiða lánið niður. Á móti kemur svo að greiðslur í hverjum mánuði eru lægri. Sem dæmi má nefna að ef vextir á láni eru 2,5% þá þarf að borga 35.750 krónur á mánuði af 10 milljóna króna láni til 40 ára en 44.862 krónur af 25 ára láni. Hér er...

Nánar

Fleiri niðurstöður